- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nýtt deiliskipulag Framness austan Nesvegar hefur tekið gildi
Frá og með 28. janúar 2026 hefur nýtt deiliskipulag Framness austan Nesvegar tekið gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda. Hið nýja deiliskipulag var samþykkt í bæjarstjórn þann 11. desember síðastliðinn. Við gildistökuna fellur úr gildi deiliskipulagið „Framnes, austan Nesvegar, reitir 6 og 9“ frá 13. mars 2008, auk tveggja breytinga á því, þ.e. frá mars 2016 (Nesvegur 4 og 6) og frá júlí 2021 (Nesvegur 4a).
Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 2019-2039.
Deiliskipulagið felur í sér að svigrúm er aukið fyrir hafnsækna starfsemi, skerpt er á framtíðarfyrirkomulagi eldsneytisbirgðastöðva, auk þess sem lóðir og lóðamörk eru yfirfarin og afmörkuð betur og byggingarskilmálar nánar skilgreindir.
Gögn málsins eru aðgengileg á Skipulagsgátt.
Vakin er athygli á málskotsrétti skv. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011, en þar er kveðið á um að þeim sem lögvarinna hagsmuna eigi að gæta sé heimilt að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu deiliskipulagstillögu í B-deild Stjórnartíðinda, þ.e. frá 28. janúar 2026 til 28. febrúar 2026.
Grundarfirði, 28. janúar 2026
Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi