- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nýtt geymslusvæði tekið i notkun að Ártúni 8
Grundarfjarðarbær hefur nú tekið í notkun nýtt geymslusvæði bæjarins að Ártúni 8 og hefur opnað fyrir umsóknir um geymslupláss þar. Búið er að samþykkja reglur og gjaldskrá nýja svæðisins. Þeir sem eru þegar á fyrra geymslusvæði bæjarins að Hjallatúni 1 njóta forgangs inn á nýja geymslusvæðið en þurfa að sækja um aftur í gegnum íbúagáttina, geymslusvæðinu að Hjallatúni verður lokað á næstunni.
Þó að Ártún 8 taki við af Hjallatúni er um að ræða nýtt geymslusvæði og áherslur að einhverju leyti breyttar. Vöktun með myndavélum verður á nýja svæðinu og einungis í boði að leigja reiti/stæði af stærðinni 3x8 eða 3x12m.
Þá verður ekki heimilt að geyma á svæðinu bíla eða önnur farartæki sem eru ógangfær og ekki á númerum. Hins vegar er heimilt með samþykki áhaldahúss að geyma þar ökutæki sem eru almennt í góðu ástandi þó þau hafi tímabundið verið tekin af númerum.
Sótt er um geymslusvæði með rafrænum hætti á íbúagátt inná vefsíðu bæjarins hér. Eftir að umsókn hefur verið samþykkt þarf að gera samning við sveitarfélagið. Verkstjóri áhaldahúss hefur umsjón með svæðinu og afhendir lykla.
Hér eru nýjar reglur geymslusvæðisins sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi þann 8. maí síðastliðinn.
Mánaðargjald fyrir reit af stærðinni 3x8 er kr. 10.000
Mánaðargjald fyrir reit af stærðinni 3x12 er kr. 15.000
Þá greiðir leigutaki kr. 15.000 í tryggingagjald við móttöku lykils sem er endurgreitt þegar lykli hefur verið skilað.
Þess má geta að verðskrá geymslusvæðis að Hjallatúni hefur verið óbreytt frá opnun svæðisins árið 2015.