Nýlega bættist nýtt skip við flota Grundfirðinga en það er Þórsnes II sem kemur frá Stykkishólmi. Þórsnes II er 233 bt og er smíðað á Akureyri 1975 og yfirbyggt 1988.

Það er Sægarpur sem kaupir skipið og er ætlunin að auka kuðungaveiði fyrirtækisins.