Sett hefur verið á fót nýtt samræmt þjónustu- og upplýsinganet vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði sem felur í sér nýtt vefsvæði, upplýsingamiðstöð fyrir almenning, fyrirtæki og fjölmiðla og netspjall.

Á hinu nýja þjónustuneti er að finna tengingar og helstu upplýsingar um stöðu mála og margvíslega upplýsingaþjónustu og ráðgjöf sem í boði er á vettvangi ráðuneyta og stofnana.  

Hægt er að ná sambandi við upplýsingamiðstöðina í síma 545 8950 eða í grænu símanúmeri 800 1190 klukkan 9–17 alla virka daga. Símtöl í græna númerið eru endurgjaldslaus. Einnig er hægt að beina fyrirspurnum til miðstöðvarinnar í tölvupósti á netfangið: midstod@mfa.is