Nýtt umhverfisvænt verkefni á Leikskólanum Sólvöllum

Keyptir voru fjölnota taupokar fyrir börnin á Sólvöllum þar sem þau fengu að skreyta pokann sinn með málningu og litum. Tilgangurinn með þessu er að leikskólinn taki skref í áttina að því að verða umhverfisvænni og minnki plastpoka.

Hér eftir verða börnin send heim með blaut og skítug föt í fjölnota taupokum sem þau eiga sjálf. Foreldrar eru svo hvattir til að koma aftur með hrein föt í leikskólann næsta dag í pokanum, því hann á að vera staðsettur á leikskólanum svo hægt sé að senda fötin heim.

  

 

 

Með góðri kveðju starfsfólk leikskólans Sólvalla.