- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Starfsfólk áhaldahúss Grundarfjarðarbæjar notaði veðurblíðuna í dag og sló gras í gríð og erg. Mikil og góð spretta er um þessar mundir sem kemur sér vafalaust vel fyrir bændur. Hjá bænum myndu menn vel una minni sprettu. Mestur tími starfsmanna fer í umhirðu grænna svæða, en verkefnin eru næg við að fegra og snyrta.