Geysað hefur ofsaveður í Grundarfirði frá því í nótt.  Ekki eru líkur á því að veðrið gangi niður fyrr en seint á morgun, fimmtudag (milli kl. 17 - 18).  Allir þurfa að huga að húsum, bíkum og lausum munum og koma öllu í skjól sem mögulegt er.  Vindhviður hafa farið í 44 m/s og geta jafnvel orðið verri í nótt og fyrramálið og a.m.k. ekki minni.  Tilfinnanlegt tjón hefur þegar orðið á nokkrum  stöðum á lausum munum, bílum og húsnæði.