Eðlilega hefur skapast mikil umræða í bænum um það hvernig tryggingar taka á málum sem upp koma í kjölfar ofsaveðurs eins og þess sem geisaði hér aðfararnótt og snemma morguns þ. 23. desember sl.  Hér á eftir verður minnst á nokkur atriði sem umræða hefur verið um:

Leitað hefur verið upplýsinga um þessi atriði og virðist sem meginreglan sé sú, að fok á rúður, sé bætt ef þær brotna og ef húseigendatrygging er fyrir hendi eða sambærileg trygging, sem getur verið hluti af stærri tryggingapökkum.  Áfok annarra hluta en jarðvegs á aðra hluta húss er bætt ef ekki er um jarðveg (möl og grjót) að ræða.  Þeir sem aðeins eru með skyldutryggingu vegna bruna, geta ekki reiknað með bótum vegna áfoks.  Viðlagatrygging nær ekki yfir tjón af völdum storma og áfoks.  Ekki eru bætt tjón á girðingum eða sólpöllum samkvæmt upplýsingum sem fengust frá einu tryggingafélaganna.

 

Þeir sem urðu fyrir tjóni á bifreiðum eiga að geta fengið bætur fyrir brotnar rúður hjá tryggingafélögum.  Tjón á öðrum hlutum bifreiða gæti fengist bætt ef áfok er ekki af völdum jarðvegs og ef viðkomandi bifreið er tryggð húftryggingu (kaskó).

 

Bæjarstjóri, skipulags- og byggingafulltrúi og verkstjóri áhaldahúss hafa ákveðið að útbúa lista með upplýsingum um þau tjón sem urðu um síðustu helgi af völdum veðursins.  Allir þeir í Grundarfirði, sem urðu fyrir tjóni í veðrinu á Þorláksmessu, eru hvattir til þess að láta einhverjum þessara þriggja í té upplýsingar um tjónið og áætlaðan kostnað við endurbætur ef slíkt liggur fyrir.  Sömuleiðis er bæjarstjóri reiðubúinn til þess að leiðbeina og aðstoða eins og hægt er við öflun upplýsinga um mögulegar bætur vegna þessara tjóna.  Koma má upplýsingum um tjón til bæjarstjóra á tölvupóstfangið baejarstjori@grundarfjordur.is og til skipulags- og byggingafulltrúa á tölvupóstfangið hjortur@grundarfjordur.is