Það óhapp átti sér stað í gær fimmtudag að vinnuflokkur RARIK sem vann við plægingu jarðstrengs í jörðu, plægði vatnsveitulögn í sundur. Um var að ræða lögn frá vatnstankinum.

Önnur bilun átti sér einnig stað á fimmtudeginum þegar vatnslögn í Fagurhól gaf sig og eins og meðfylgjandi mynd sýnir flæddi vatn upp úr malbikinu. Viðgerð þessara bilanna var gerð á fimmtudagskvöld en viðgerð í Fagurhólnum verður lokið á laugardagsmorguninn.