Nú er fyrsta keppnisdegi hjá liðum UMFG á öldungamótinu í blaki lokið.  Konurnar stóðu sig með prýði í og unnu bæði lið Þróttar N og Röstina. Þær töpuðu svo síðasta leiknum í dag en hann var á móti ÍK. UMFG konurnar eiga leik á laugardagsmorgun kl 8:00 í Ólafsvík og kl 23:45 spila þær við Víking Ó hér í Grundarfirði.

Karlaliðinu okkar hefur ekki gengið alveg eins vel, þeir töpuðu fyrsta leik sínum sem var á móti Kópaskeri, unnu lið Árvaks en töpuðu í kvöld viðureigninni við Steinunni gömlu. Karlarnir spila á morgun kl 12:30 við Víking Ó í Ólafsvík.

 

Mætið endilega og fylgist með leikjum liðanna – það er hin besta skemmtun !

Úrslit leika má finna á www.blak.is