Jæja þá er þessi frábæra helgi liðin sem við blakkonur vorum búnar að bíða svo spenntar eftir. Aldrei fyrir þessa helgi hefðum við trúað því að við myndum upplifa aðra eins stemningu og við upplifðum síðastliðið laugardagskvöld er við mættum Víkingi Ólafsvík í okkar eina heimaleik. Íþróttarhúsið var yfirfullt af fólki og hefðu alveg örugglega ekki fleiri komist inn þó þá hefði langað, þarna sat fólk með lúðra, trompet, trommur og ýmislegt fleira til að reyna að mynda sem mesta stemningu.

 

Lið UMFG í 1. sæti í 5. deild

 

 

Það tókst nú heldur betur hjá þeim, höldum við að slík stemning hafi aldrei áður myndast á íþróttaleik í Grundarfirði. Að fá að vera leikmaður á vellinum og upplifa slíkan stuðning er eitthvað sem erfitt er að lýsa. Stjarna einn leik, stjarna alla ævi.

 

Á sunnudagsmorgun var svo okkar síðasti leikur og það úrslitaleikurinn, inn í þann leik fórum við með stemninguna sem var í íþróttahúsinu fá kvöldinu áður og unnum leikinn og þar með vorum við komnar með báðar hendurnar á bikarinn og komar upp í 4. deildina. Grundfirðingar takk fyrir stuðninginn. Þetta kvöld man maður alla ævi.

 

Okkur langar til að þakka öllum þeim sem aðstoðuðu okkur um helgina við línuvörslu, unnu í sjoppunni og starfsfólki íþróttahússins. Þökkum Guðmundi Runólfssyni hf. og Grundarfjarðarbæ fyrir stuðninginn. Takk fyrir frábæra helgi.

 

Blakkonur í Grundarfirði