Í morgun, 28. apríl, hófst 31. Öldungamót BLÍ. Snæfellsbær heldur mótið að þessu sinni en einnig er spilað í íþróttahúsinu hér í Grundarfirði. 95 lið eru skráð til keppni og má því ætla að um þúsund manns sæki Snæfellsnes um helgina. Sundlaugin verður lokuð í dag, föstudag, og á morgun, laugardag, þar sem búningsherbergin í íþróttahúsi og sundlaug leyfa ekki meiri fjölda fólks en fylgir blakmótinu. Sundlaugin verður opin á sunnudag.

 

Grundarfjarðarvefurinn hvetur íbúa til þess að kíkja í íþróttahúsið og fylgjast með leikjum keppninnar!