Öllum tak­mörk­un­um inn­an­lands verður aflétt frá og með morg­un­deg­in­um 26. júní 2021. Frá þessu greindi rík­is­stjórn Íslands á blaðamanna­fundi í Safna­hús­inu í Reykjavík klukk­an 11 í dag. Er þetta í fyrsta sinn síðan far­ald­ur­inn hófst í mars 2020 sem eng­ar tak­mark­an­ir eru í gildi inn­an­lands. 

Sam­kvæmt aflétt­inga­áætl­un stjórn­valda var gert ráð fyr­ir því að öll­um tak­mörk­un­um inn­an­lands yrði aflétt síðari hluta júní, þegar búið yrði að bólu­setja um 75% lands­manna að minnsta kosti einu sinni. Rúm­lega 87% hafa nú fengið að minnsta kosti fyrri skammt bólu­efn­is. 

Sjá nánar í frétt hjá Stjórnarráðinu.