- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir umsóknum um búsetu í nýjum þjónustuíbúðakjarna fólks með fötlun að Ólafsbraut 62-64 í Ólafsvík.
Ein íbúð af þeim fimm sem staðsettar eru í íbúðakjarnanum er laus til úthlutunar. Íbúar þjónustukjarnans hljóta stuðningsþjónustu FSS, en stuðningsþjónusta felur í sér aðstoð og/eða leiðsögn til sjálfstæðrar búsetu í eigin íbúð.
Eldri áður innsendar umsóknir þarf að staðfesta með endurnýjuðu umsóknareyðublaði.
Umsækjendur uppfylli neðangreind skilyrði:
Umsókarfrestur er til 10. janúar 2026.
Umsóknir berist Sigurbjörgu Jóhannesdóttur, forstöðukonu þjónustuíbúðakjarna fyrir fólk með fötlun í Ólafsvík, í netfangið sigurbjorg@fssf.is eða með því að skila þeim á skrifstofu Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga við Klettsbúð 4 á Hellissandi.
Hér er svo hlekkur á umsóknareyðublaðið sem hægt að láta fylgja með líka: https://fssf.is/wp-content/uploads/2021/06/Umsokn-um-thjonustuibud-Olafsbraut-62-64.pdf