- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Opið hús verður í Grunnskóla Grundarfjarðar föstudaginn 28. október frá kl.11:00 – 12:30. Skólastofur verða opnar og mörg falleg verk eftir nemendur hanga á veggjum skólans. Einnig er gestum frjálst að koma og fylgjast með kennslu. Hatta- og hárskrautsdagur verður á morgun sem setur skemmtilegan svip á daginn.
10.bekkur verður með kökusneiðar til sölu og kostar sneiðin 100 kr.
Mjólk kostar 50 kr. en boðið verður upp á kaffisopa.
Hvetjum alla til að koma og fylgjast með starfi skólans.
Verið velkomin!
Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Grundarfjarðar