- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þriðjudaginn 29. apríl var opið hús í Leikskólanum Sólvöllum frá kl: 9:00 – 18:00. Þar voru verk leikskólanemanda til sýnis og gestir gátu komið á skólatíma til að fylgjast með og taka þátt í leik nemenda. Leikskólanemendur sungu fyrir gesti nokkur lög nokkrum sinnum yfir daginn. Foreldrafélagið var með sína árlegu kaffisölu frá kl:16:00 – 17:30 Mikil ánægja var með opna húsið og voru gestir að koma yfir allan daginn.