Mánudaginn 13. ágúst nk. verður opið hús í Samkomuhúsi Grundarfjarðar milli kl. 18 og 21 þar sem vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar verður til sýnis og hún kynnt.

Tillagan ásamt fylgigögnum, sem samþykkt var af skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn í maí sl., hefur verið til sýnis á vef skipulagsverkefnisins, www.skipulag.grundarfjordur.is síðan í lok maí sl. og legið frammi á bæjarskrifstofunni.

Sjá beina slóð með því að smella hér.

Um er að ræða tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Grundarfjarðarbæ, dreifbýli og þéttbýli. Tillagan er vinnslutillaga og getur átt eftir að taka frekari breytingum.

 

Frestur er til 10. september nk. til að senda inn ábendingar og athugasemdir við tillöguna.

 

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kíkja við á opnu húsi hvenær sem er á þessum tíma. Tillagan verður kynnt tvisvar (sama kynning), sú fyrri kl. 18.30 og sú síðari kl. 20. Þess á milli sitja skipulags- og umhverfisnefnd og skipulagsráðgjafi fyrir svörum. 


Skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar