Hefur þig alltaf dreymt um að syngja í kór en aldrei látið verða af því? Nú er tækifærið! 

Næsta þriðjudag, 29. september, verður opin æfing hjá Kirkjukór Grundarfjarðarkirkju. Endilega komið og kynnið ykkur starfið. Alltaf heitt á könnunni og fullt af skemmtilegu fólki. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í vetur. Stjórnendur eru Sigurgeir Sigmundsson og Linda María Nielsen.

Hlökkum til að sjá þig!

Kirkjukór Grundarfjarðarkirkju