Eitt af verkum Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar af Snæfellsnesi, í júní 2020.
Eitt af verkum Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar af Snæfellsnesi, í júní 2020.

Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistamaður býður Grundfirðingum á opna vinnustofu.
Hann hefur dvalið í Gestavinnustofu Artak350 sl. tvær vikur. Hann tekur á móti gestum föstudaginn 12. júní nk. milli klukkan 16.00-18.00, að Grundargötu 26, gengið inn bakatil.  
Til sýnis verða vatnslitamyndir sem hann hefur m.a. unnið hér á Snæfellsnesi sl. tvær vikur.

Guðmundur Ármann er búsettur á Akureyri. Hann hefur verið myndmenntakennari um áratugaskeið og myndlistamaður sem hefur verið mjög virkur í sinni listsköpun.

Hann nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1962 -66, Valands listaháskólann í Svíþjóð 1966 -72 og er með Mde i kennslufræðum við Háskólann á Akureyri 2013. Hann hefur haldið yfir 40 einkasýningar hér heima og erlendis og tekið þátt í fjölda alþjóðlegra myndlistarviðburða.

Guðmundur Ármann hefur verið driffjöður í grasrótarstarfi bæjarins m.a. með því að taka þátt í að byggja upp Listagilið á Akureyri fyrir næstum 30 árum síðan. 

Fréttatilkynning frá Artak350 - en Guðmundur dvelur nú í gestavinnustofunni í Grundarfirði.