Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar boðar til opins íbúafundar um málefni bæjarins í upphafi nýs árs.  Fundurinn verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar mánudaginn 23. febrúar n.k. og hefst kl. 20.00.

 

Á dagskrá verður kynning á fjárhags- og aðgerðaáætlun bæjarstjórnarinnar á árinu 2009 í ljósi þeirra þrenginga sem yfir ganga í efnahagsmálun Íslands.

 

Bæjarstjóri verður með framsögu um framangreind málefni og ræðir einnig önnur atriði í rekstri bæjarins.

 

Farið verður yfir stöðu unglingalandsmóts og frestun þess í Grundarfirði til ársins 2010.  Bæjarstjóri kynnir helstu aðgerðir við uppbyggingu íþróttamannvirkja og útivistaraðstöðu sem unnið hefur verið að frá árinu 2008.

 

Að framsögu lokinni verður opnað fyrir umræður og fyrirspurnir.

 

 

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar