Orkuveita Reykjavíkur, í samvinnu við Grundarfjarðarbæ, boðar til kynningarfundar um hitaveituvæðingu Grundarfjarðar.

 

Fundurinn verður haldinn í samkomuhúsi Grundarfjarðar

í kvöld,  1. nóvember, kl. 20.00

 


Orkuveita Reykjavíkur hefur tekið yfir rannsóknir og fyrirhugaða lagningu hitaveitu, skv. samningi við Grundarfjarðarbæ.

Á fundinum verður kynnt staða rannsóknanna og áform um framkvæmdir við lagningu veitunnar, auk þess sem fulltrúar OR munu kynna fyrirtækið og leita eftir sjónarmiðum íbúa.

 

 

Allir hvattir til að mæta!