Skipulagshópur Grundarfjarðarbæjar boðar til opins kynningar- og umræðufundar um skipulagsmál í samkomuhúsinu miðvikudagskvöldið 15. mars n.k. kl. 20.00.

 

 

Kynntar verða skipulagshugmyndir sem hópurinn hefur unnið að undanfarið, með Zeppelin arkitektum, Orra Árnasyni og félögum.

 

Um er að ræða skipulag miðbæjar, íbúðarsvæði við vestanverða Grundargötu, skipulag íþróttasvæðis, íbúðabyggð í Grafarlandi, tengingar milli svæða og fleira.

 

Tekið skal fram að hér er ekki um endanlegar tillögur að ræða, heldur hugmyndir á vinnslustigi. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta, kynna sér hugmyndirnar og leggja sitt af mörkum til skipulagsvinnunnar.

 

Sjá m.a. umfjöllun á bæjarvefnum 4. mars sl.

 

 

Bæjarstjóri