Í gær, 15. september, voru opnuð hjá Ríkiskaupum tilboð í áætlunarakstur á sérleyfisleiðum á tilteknum þjónustusvæðum á landinu, boðið út fyrir hönd Vegagerðarinnar, og í skólaakstur m.a. fyrir Fjölbrautaskóla Snæfellinga á árunum 2006-8.

Hægt er að finna fundargerð opnunarfundar á vef Ríkiskaupa með því að smella hér.

Í auglýsingu um útboðið sagði: Óskað er eftir tilboðum í áætlunarakstur á eftirtöldum þjónustusvæðum (endurgreiðslu kostnaðar sem af rekstri á áætlunarakstri leiðir að frádregnum tekjum), þ.e. að annast áætlunarakstur með farþega á eftirfarandi svæðum: 1. Þjónustusvæði 1 – Suðurland 2. þjónustusvæði 2 – Reykjanes 3. Þjónustusvæði 3 – Vesturland og Norðurland 4. Þjónustusvæði 4 – Vestfirðir 5. Þjónustusvæði 5 – Austfirðir.

 

Í sérleyfisleiðirnar á Vesturlandi og Norðurlandi (S3) bárust tilboð frá eftirtöldum: Hópferðamiðstöðin og Vestfjarðaleið, Bílar og fólk ehf.

Í skólaakstur fyrir FSN, aðra eða báðar leiðir, bárust tilboð frá eftirtöldum: Hópferðamiðstöðin og Vestfjarðaleið, Bílar og fólk ehf., Dodds ehf., SBA-Norðurleið, Sæmundur Sigmundsson ehf. og Hópferðabílar Svans Kristóferssonar ehf.

Ekki er búið að yfirfara tilboðin þegar þetta er ritað.

 

 Birt án ábyrgðar.