Hamfaramyndin „The Day after Tomorrow“ hefur komið af stað mikilli umræðu um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Sérfræðingar í loftslagsmálum benda á að þrátt fyrir að myndin sé vísindaskáldsaga og þrátt fyrir að breytingar geti ekki orðið með þeim hraða sem þar sé lýst, þá séu grunnforsendurnar í sjálfu sér réttar.

Lesið umfjöllun á heimasíðu sænsku náttúruverndarsamtakanna SNF og greinargerð Stefáns Rahmstorf, prófessors í hafeðlisfræði við Potsdam Institute for Climate Impact Research í Þýskalandi.

 

Á vefnum www.samband.is/dagskra21 sem er vefur Staðardagskrár 21 á Íslandi, birtast að jafnaði orð dagsins eins og þau hér að ofan. Ýmsan fróðleik er þar að finna, ábendingar sem kunna að vekja okkur til umhugsunar um hegðun og neysluvenjur í erli dagsins.

 

Annað dæmi:

Efni til að slétta hár geta valdið hármissi og augnskaða séu þau ekki rétt notuð. Danska umhverfisstofnunin (Miljøstyrelsen) varar við notkun þessara efna eftir að þarlend stúlka missti næstum allt hárið þegar hún reyndi að losna við krullurnar með hjálp efnisins „Dark and Lovely Super Ultra For Silky-Straight Hair“.