Enn hefur ekki tekist að manna allar stöður í tónlistarskólanum, en sú staða kom upp að allir kennarar skólans létu af störfum sl. vor og í sumar. Skólastjóri er í eins árs námsleyfi. Af þeim sökum verður ekki unnt að hefja kennslu strax, en vonir standa til að þess verði ekki langt að bíða. Unnið er hörðum höndum að lausn þessara mála og línur skýrast að vonum allra næstu daga.

 

Nýr skólastjóri verður í vetur Þórður Guðmundsson og er hann boðinn velkominn til starfa.

Þórður mun hafa samband við nemendur og foreldra um leið og ljóst verður hvenær unnt verður að hefja kennslu.