Friðrik Vignir Stefánsson, organisti heldur orgeltónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 5. september 2004 kl. 17.00. Á efnisskánni er Prelúdía og fúga í C-dúr (BWV 545) eftir J.S. Bach, þrír sálmaforleikir eftir J.S. Bach, Forspil um sálm sem aldrei var sunginn eftir Jón Nordal, Himna rós, leið og ljós (lag úr Hymnodíu frá 18.öld) eftir Ragnar Björnsson, þrjár prelúdíur op. 2 eftir Árna Björnsson og þættir úr hinni þekktu Gotnesku Svítu eftir Leon Boëllmann.

 

Friðrik Vignir Stefánson spilar á orgel Bavo dómkirkjunnar í Haarlem, Hollandi.

 

 

Friðrik Vignir er fæddur á Akranesi árið 1962. Hann lauk burtfararprófi í frá Tónlistarskólanum á Akranesi 1983 og einleikaraprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1987. Kennari hans á orgel var Hörður Áskelsson. Síðan 1988 hefur Friðrik Vignir starfað sem organisti og kórstjóri við Grundarfjarðarkirkju, sem og skólastjóri Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Hann hefur haldið fjölda einleikstónleika bæði hérlendis og erlendis, nú síðast í Katarinukirkju í Stokkhólmi í júlí sl.

 

Tónleikarnir verða sem fyrr segir sunnudag 5. sept. nk. kl. 17 í Stykkishólmskirkju.