Bensínorkan ehf. vinnur nú að því að opna bensín- og olíustöð við Suðurgarð, smábátabryggjuna hér í Grundarfirði. Í dag, miðvikudag, er ráðgert að dælt verði á fyrsta bílinn en stöðin verður formlega opnuð á laugardaginn kemur með viðhöfn. Sjá nánar á heimasíðu Orkunnar.