Foreldrafélag leikskólans var með öskudagsskemmtun í leikskólanum á öskudaginn. Byrjað var á því að fara í leiki á músadeildinni. Síðan færðu sig allir yfir á drekadeild þar sem reynt var að slá köttinn úr tunnunni. Það gekk erfiðlega þannig að honum var bara leyft að vera áfram þar. Að lokum var öllum boðið upp á svala og nammi. Tókst skemmtunin vel og mæting foreldra góð.