Á öskudaginn var hér mikið fjör í bænum og voru ýmsar kynjaverur á sveimi um bæinn. Krakkar gengu á milli verslana, fyrirtækja og stofnana og sungu fyrir starfsfólk og að launum fengu krakkarnir eitthvað gott í pokann.