Um árabil hefur sérvöruverslunin Búrið í Nóatúni rekið ostaskóla við gífurlegar vinsældir. Nú ætlar ostaskólinn í fyrsta sinn að leggja land undir fót og heimsækja okkur íbúa Grundarfjarðar. Sælkerinn Eirný Sigurðardóttir mun leiða okkur inn í heim ostanna af sinni alkunnu snilld. Hún mun einnig fræða okkur um vín og samspil þessara tveggja afurða á bragðlaukanna. Þemað er Frakkland og því eingöngu franskir ostar og vín á boðstólum. Nemendur fá að smakka á allmörgum tegundum osta og má segja að námskeiðið jafngildi heilli máltíð. Skráning fer fram á bæjarskrifstofunni eða á netfangið alda@grundarfjordur.is Rétt er að taka það fram að takmarkaður fjöldi kemst að í þessum skemmtilega skóla og því um að gera að skrá sig sem fyrst. Skólagjaldið er 4.900 krónur. Fimmtudagur 7. nóvember kl 19.30 í Samkomuhúsi.