Svolítið hlé virðist ætla að verða í nokkra daga á hvassviðri og sunnan stórviðrum.  Þá er hollt að minnast þess, að ákveðinn hópur fólks stendur vaktina dag og nótt við aðstæður sem skapast geta í illviðrum  og bregst við til bjargar ef illa horfir.  Einkum er um að ræða starfsmenn Þjónustumiðstöðvar, björgunarsveitarfólk og slökkviliðið.  Það má einnig nefna alla þá sem ganga vel frá öllu við hýbýli sín og lóðir og stuðla með því að auknu öryggi allra.  Hafið öll kæra þökk fyrir ykkar störf.