Föstudaginn 22. maí bauð þjálfari frjálsíþróttadeildarinnar krökkunum sem hafa verið að æfa í vetur í óvissuferð.  Ekki var farið langt með yngsta hópinn því stefnan var tekin á fjárhúsin í Gröf, þar sem þau fengu að skoða lömbin.  Þau fengu að fylgjast með þegar eitt lambið var markað og fannst þeim skrýtið að það væri verið að klippa í eyrun á litlu lömbunum bara til þess að hægt væri að þekka þau þegar þau kæmu af fjalli.  Síðan fengu allir að klappa lömbunum, og hrútnum sem var markaður, fundið nafnið Salomon svarti. 

 Eftir þetta var rölt í hesthúsið til að heilsa upp á hestana og fá að klappa þeim aðeins og finna hvað þeir voru mjúkir.  Aliendurnar voru á vappi í bæjarlæknum og fannst krökkunum spennandi að sjá þær svona nálægt og voru ekki alveg að trúa því að þær gætu ekki flogið.  Að lokum var haldið heim á sólpall þar sem allir fengu svala, kex og muffins til að seðja hungrið eftir göngutúrinn.  4 – 7 bekkur fór sama röltið og yngri hópurinn en hitti svo elsta hópin og þau fóru öll saman í leiki á túninu við íþróttahúsið.