Þreyttir en ánægðir keppendur og foreldrar komu heim af pæjumótinu í gær. Mótið tókst vel og stóðu stelpurnar frá UMFG sig vel og má segja að helming betri árangur hafi náðst í ár miðað við mótið í fyrra.

Margar stelpurnar áttu hvern stórleikinn af öðrum en það sem háir okkur mest er það hversu fáar við erum og erum við þá að  miða  við að í stærri félögunum eru á milli 40 og 50 stelpur að æfa í hverjum flokk á meðan við erum að meðaltali 10 í hverjum flokk. En við erum sátt við þann árangur sem við náðum og óskum keppendum okkar til hamingju með árangurinn og takk fyrir frábæra helgi. Fararstjórunum þeim Nikkí, Eydísi, Jóni, Jóhönnu Halldórs og Jóhönnu Nilla þökkum við gott starf um helgina. Það eina sem við getum sett útá er það hversu fáir foreldrar sá sér fært að vera við mótsslitin,það var lélegur endir á annars frábærri helgi.

 

Úrslitin í leikjunum okkar voru á þessa leið.

              6.fl C

UMFG- KS                9-0

UMFG – Fylkir          6-2

UMFG – Breiðablik    0-0

UMFG – Þróttur       1-0

UMFG – FH               0-0

UMFG – Þór A          1-1

UMFG – HK               0-1

 

Þetta var fyrsta stóra mótið sem þessar stelpur fara á og óskum við þeim til hamingju með frábærann árangur en þær höfnuðu í 4.sæti af 8 liðum.

 

               5.fl A

UMFG – HK                 1-1

UMFG – Selfoss          0-2

UMFG – Leiknir R        1-3

UMFG – KS                 1-1

UMFG – Víð/Reynir     0-1

UMFG – Völsungur      2-0

UMFG -  Fram             0-0

 

Stelpurnar í 5.fl enduðu í 20 sæti af 26 liðum.

 

            4.fl A

UMFG – Haukar         0-5

UMFG – KS                1-0

UMFG – Víkingur        2-0

UMFG – Fjölnir           1-6

UMFG – Höttur           0-3

UMFG – Reyn/Víðir     2-5

UMFG – UMFÁ            0-1

 

Þær enduðu því í 12 sæti af 24 liðum.

 

            4.fl B

UMFG – FH                0-0

UMFG – Fjölnir           0-4

UMFG – HK                1-4

UMFG – Tindastóll      1-0

UMFG – Þór A            1-2

UMFG – Völsungur      0-0

 

 

Þær enduðu í 9 sæti af 12 liðum.

 

            3.fl A

UMFG – BÍ                 0-5

UMFG – HK                0-3

UMFG – Hvöt             3-1

UMFG – KS                 0-4

UMFG – Reyn/Víðir     1-1

 

Þær enduðu í 7.sæti af 10 liðum.