Í kvöld, fimmtudagskvöld 2. desember, verða tónleikar í Ólafsvíkurkirkju þar sem Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, og Monika Abendroth, hörpuleikari, koma fram ásamt strengjakvartett.


Páll Óskar og Monika hafa starfað saman frá árinu 2001 og hafa hlotið lof fyrir glæsilegan og ljúfan flutning.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og eru í boði Lista- og menningamálanefndar Snæfellsbæjar.