Þátttakendur í barnahring: Aftari röð: Svana Björk, Sandra Rut, Rakel Mirra, Harpa Lilja og  Fanney. Fremri röð: Helena Líf, Brynja Gná,

Arna Jara og Freyja Líf. Á myndina vantar Sigurð Heiðar.

 

Árlegt páskamót Hesteigendafélag Grundarfjarðar var haldið í gær, annan dag páska. Mjög góð mæting var á mótið og var húsfyllir í Fákaseli! Á myndinni hér að ofan má sjá yngstu knapa mótsins sem stóðu sig með prýði í „barnahring“. Í barnahring er ýmist er teymt undir börnunum eða þau tvímenna með foreldrum sínum. Níu stelpur og einn strákur tóku þátt í hringnum að þessu sinni og fengu þau páskaegg fyrir þátttökuna.

 

Verðlaun á mótinu voru í boði Sjóvá - Almennra hf.