Menningarnefnd efnir til piparkökuhúsakeppni í ár og tekur á móti piparkökuhúsum í anddyri Kjörbúðarinnar þann 12. desember milli kl. 16 og 18. 

Vinsamlega hafið samband við Eygló Báru á FB eða í gegnum netfangið hennar eyglo@grundarfjordur.is til að fá úthlutaðan tíma í skil á piparkökuhúsi - Svo aðilar séu ekki allir að koma á sama tíma.

Piparkökuhúsin verða til sýnis í borðsal Kjörbúðarinnar fram að jólum. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að skella ykkur í kuldagallann, fara út og kíkja í gluggann.

Dómnefnd velur flottasta og/eða frumlegasta piparkökuhúsið. Við hvetjum unga sem aldna til þess að taka þátt og láta Piparkökuljós sitt skína!

Þann 15. desember verða úrslitin kynnt á vef Grundarfjarðarbæjar og verða veglegir vinningar í boði fyrir efstu þrjú sætin - ef þátttaka verður góð.