Meistaraflokkur karla í knattspyrnu stendur fyrir Pub Quiz spurningaleik á Kaffi 59 þriðjudagskvöldið 6. október kl 21:00. Þetta er í þriðja skiptið sem keppt er í þessum spurningaleik. Síðast voru spurningarnar almenns eðlis og þá sigruðu Hilmar enskukennari, Addi þjálfari, Vignir stranda og Aðalgeir naumlega. Í þetta skiptið verða spurningarnar úr tónlistarheiminum.

Nú er tími til að láta ljós sitt skína. Það var magnað stuð á síðasta pub quizi... hvernig verður það í kvöld?

 

Við í meistaraflokknum hvetjum sem flesta til að koma og taka þátt því þetta kostar bara 500 kr á mann og rennur allur ágóði í starf Meistaraflokks Grundarfjarðar.

 

Meistaraflokksráð.