Í kvöld, þriðjudaginn 26 jan verður Pub Quiz nr 10 haldið á Kaffi 59. Keppnin byrjar kl 21:00 og stendur til 23:00. Þemað að þessu sinni er almenn þekking og nú hefur Meistaraflokksráð tekið á það ráð að fá kvenlega visku því að annar spurningahöfunda er engin önnur en Lára Magg og því verður fróðlegt að sjá útkomuna í kvöld.

Að venju er verðið aðeins 500 kr. á mann sem rennur óskiptur til Meistaraflokks Grundarfjarðar.

Sjáumst hress í kvöld

Meistaraflokksráð