Meistaraflokkur karla í knattspyrnu stendur fyrir Pub Quiz spurningaleik á Kaffi 59 þriðjudagskvöldið 22. september kl 21:00. Þetta er í annað skiptið sem keppt er í þessum spurningaleik. Síðast voru spurningarnar íþróttatengdar og þá sigraði Team T-bone naumlega. Í þetta skiptið verða spurningarnar almenns eðlis úr daglegu lífi. Við í meistaraflokknum hvetjum sem flesta til að koma og taka þátt því þetta kostar bara 500 kr á mann og rennur allur ágóði í starf Meistaraflokks Grundarfjarðar.

Meistaraflokksráð.