Þriðjudaginn 27. Okt (í kvöld) kl 21:00 heldur hið geysivinsæla Pub Quiz áfram á Kaffi 59 og nú verða spurningarnar tengdar kvikmyndum þannig að allir geta verið með. Síðasta Pub Quiz heppnaðist gríðarlega vel og munaði minnstu að spyrlarnir þyrftu að fækka fötum. þetta var virkilega gaman. Við hvetjum alla til að mæta. Þetta kostar aðeins 500 kr á haus og rennur allur ágóðinn til styrktar Meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu.


 

Það má svo geta þess að það verða tilboð á barnum frá kl 21:00 - 22:00 á meðan pub quizið stendur yfir.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Meistaraflokksráð UMFG