- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Púttvöllur
Í tilefni af íþróttaviku Evrópu hafa Golfklúbburinn Vestrarr og Grundarfjarðarbær sett upp 9 holu púttvöll á flötina fyrir ofan Bæjarskrifstofuna. Starfmenn bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar nýttu hádegishléið og góða veðrið í dag og settu upp lítið mót milli starfsmanna.
Við hvetjum alla til að nýta völlinn. Hægt er að fá lánaða púttera og kúlur í afgreiðslu sundlaugar, bara muna skila.
Nú er bara að drífa sig út í góða veðrið.
Góða skemmtun.