Þorsteinn Steinsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Grundarfjarðar. Gengið var frá ráðningu hans á fundi bæjarstjórnar síðdegis í gær. Alls sóttu 24 um starfið en þrír drógu umsókn sína til baka.

Áætlað er að Þorsteinn taki til starfa um miðjan ágúst.

Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri og staðgengill bæjarstjóra, gegnir störfum bæjarstjóra þar til Þorsteinn tekur til starfa.