Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst halda sameiginlega ráðstefnu um byggingararfinn, skipulag, íslenska byggingarlist í dreifbýli og list í landslagi  á Bifröst laugardaginn 27. september kl 13.00 til 16.00. Ráðstefnan er öllum opin og eru allir sem hafa áhuga á menningarstarfi, skipulagsstarfi og listum hvattir til að taka þátt í þessari ráðstefnu. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. Nánari upplýsingar finnast hér.