Í dag var lögð lokahönd á umsókn Grundarfjarðarbæjar um þátttöku í samkeppni á vegum Byggðastofnunar um verkefnið ,,Rafrænt samfélag”. Skilafrestur er til kl. 14.00 á morgun og þá verður upplýst hvaða sveitarfélög það eru sem sækja um þátttöku.

 

Vegna þess að um er að ræða samkeppni sveitarfélaga er ekki skynsamlegt að birta opinberlega umsókn Grundfirðinga, en vísað er til fyrri umfjöllunar í bæjardagbók.

Í umsókninni, sem er 9 bls. kemur m.a. fram eftirfarandi um undirbúninginn:

,,...sérstaklega var leitað eftir hugmyndum íbúanna sjálfra við undirbúning og gerð umsóknarinnar. Við vinnslu verkefnisins var haft samráð við fjölmarga aðila í og utan bæjarfélagsins. Efnt var til opins kynningar- og hugarflugsfundar þann 4. nóvember, þar sem um þrjátíu manns mættu..... Í framhaldinu var svo skipað í þrjá fimm manna málefnahópa sem skiluðu í janúar sl. tillögum á sviði rafræns atvinnulífs, menntunar og menningar og stjórnsýslu.”