Á fimmtudaginn 25. október verður sýning á þeirri frábæru vinnu sem verið hefur í gangi nú á haustdögum.

Þar hafa fjölmargar konur lagt hönd á plóg við að breyta alls konar fötum í barnastærðir og garni í stórkostlegan fatnað fyrir börn, sem búa við mjög mikla fátækt og kulda í Hvíta-Rússlandi.

Sjón er sögu ríkari, komið og kíkið við á Borgarbrautinni frá kl 10:00 – 12:00!