Bæjarráð Grundarfjarðar hefur gert tillögu til Sjávarútvegsráðuneytisins að úthlutunarreglum vegna úthlutunar 18 þorskígildistonna er úthlutað hefur verið til Grundarfjarðar.

Forsendur eru þær að þessi viðbótarafli komi til Grundarfjarðar með því að setja það skilyrði að útgerðirnar séu starfræktar í Grundarfirði og fái úthlutað í hlutfalli við landaðan afla í hér og þannig tryggt að aflinn komi til vinnslu í bæjarfélaginu. Tillaga að úthlutunarreglu hljóðar svo:

 

Byggðakvóta verði úthlutað til útgerða sem hafa lögheimili útgerðar og útgerðarstjórnar í Grundarfirði. Kvótanum verði úthlutað í hlutfalli við landaðan afla á síðasta fiskveiðiári til þeirra útgerða sem gera út frá Grundarfirði.