Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar auglýsir til úthlutunar, hleðslustöð bæjarins fyrir rafbíla. Hleðslustöðin var gjöf frá Orkusölunni og er 20 kW, með aðgangs-/aflstýringu.

Með ákvörðun sinni vill bæjarráð kanna hvort áhugi sé hjá þjónustuaðilum í bænum fyrir að setja stöðina upp í tengslum við sína starfsemi.

Við úthlutun verður litið til þess að stöðin sé staðsett innan þéttbýlisins, á hentugum stað, þar sem gott aðgengi er að stöðinni og að hún sé opin fyrir almenning til hleðslu rafbíla.  

Staðsetning og lengd opnunartíma hleðslustöðvarinnar skiptir því máli við úthlutun, komi til að fleiri en einn aðili sæki um.

Nánari upplýsingar á vef bæjarins, www.grundarfjordur.is

Umsóknum skal skila í Ráðhús Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, Grundarfirði, með bréfi þar sem fram kemur, nafn og kennitala umsækjanda, fyrirhuguð staðsetning stöðvar og opnunartími, auk annarra upplýsinga sem skipt geta máli við úthlutun. Einnig er hægt að senda umsókn gegnum tölvupóst á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is

 Umsóknarfrestur er til og með 14. mars 2020.