Neshúsin í Grafarnesi

Fyrsta húsið var byggt í Grafarnesi árið 1906 ásamt skansi í fjörunni til fisklöndunar og hófst þá útgerð þaðan, en eiginleg þéttbýlismyndun hefst ekki fyrr en upp úr 1940  (úr Árbók Ferðafélags Íslands 1986).

Um 10 árum síðar [þ.e. eftir löggildingu verslunarstaðar 1897] fær Jóhannes Jónsson skipstjóri lóð hjá Pétri A. Ólafssyni, og hefur byggingu á svonefndum Neshúsum, sem hann lætur byggja á árunum 1906-1910, svo og skansi sem hann byggir í fjörunni til löndunar á fiski. Hann hefur þarna útgerð ásamt Jónasi Ólafssyni og fleirum. (Úr kafla um Grundarfjörð, eftir Halldór Finnsson, úr bókinni Byggðir Snæfellsness).

 

Neshúsin stóðu nokkurn veginn þar sem hafnarvogin stendur núna, en voru rifin á áttunda áratugnum.

Af þeim sem sendu inn svör við spurningunni voru tveir með þetta nokkurn veginn rétt en það voru Ingi Hans Jónsson og Jóhanna Halldórsdóttir. Kærar þakkir fyrir áhugann. Svarendum er þakkað fyrir þátttökuna.

 

Næsta spurning kemur inn nk. mánudag og eru lesendur hvattir til þess að senda inn svör!