Franski útgerðarmaðurinn sem gerði fiskiskútur út frá Grundarfirði (Grundarkampi), verkaði þar saltfisk og átti þar eignir hét Sylvain Allenou. Hann var frá Paimpol á Bretagne-skaga í Frakklandi.

 

Paimpol er nú vinabær Grundarfjarðar og í myndarlegu húsi, sem Allenou reisti og bjó þar með fjölskyldu sinni, er nú ráðhús Paimpol-bæjar.

Enginn lesandi sendi inn rétt svar við spurningu vikunnar að þessu sinni!