Rökkurdagar verða haldnir í Grundarfirði dagana 24. til 26. október. Yfirskriftin að þessu sinni er Skelfing í skammdeginu - uppákomur fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin verður nánar auglýst síðar. Af tilefni rökkurdaga fer í gang smásögusamkeppni. Samdar skulu drauga- eða spennusögur að hámarki fimmhundruð orð og er skilafrestur 10. október. Grundfirðingar á öllum aldri geta tekið þátt og eru vegleg verðlaun í boði. Sögum skal skilað á bæjarskrifstofuna.

Fræðslu- og menningarmálanefnd